[m]PLATFORM Privacy Notice - Icelandic

Gildistökudagur: 25. maí 2018

[m]PLATFORM Persónuverndaryfirlýsing

Þessi persónuverndaryfirlýsing lýsir þeim upplýsingum sem [m]PLATFORM safnar af vefsíðum, forritum og öðrum stafrænum eiginleikum, við vísum til allra þessara sem „Vetsetur“. Við útskýrum hvernig við notum þessar upplýsingar á „Platform“og hvernig við veitum viðskiptavinum okkar „Þjónustu“. Við útskýrum einnig hvernig þú getur stjórnað persónulegum valkostum þínum og notað réttindi þín í tengslum við tilteknar upplýsingar um þig sem safnað hefur verið og hafa verið notaðar af [m]PLATFORM.

Hverjir erum við?

[m]PLATFORM er fyrirtæki sem starfar um allan heim sem hluti af GroupM fyrirtækjahópnum. Á evrópska efnahagssvæðinu (EES) og í Sviss er [m]PLATFORM lögaðilinn sem ber ábyrgð á þeim upplýsingum sem [m]PLATFORM safnar [m]PLATFORM Ltd. Utan EES og Sviss er ábyrgur lögaðili mPlatform, LLC.

[m]PLATFORM er búnaður GroupM til að greina og virkja upplýsingar notenda og býr til sérsniðin sambönd við neytendur. Auk tækniþjónustunnar er hún hnattræn þjónusta sérfræðinga, stefnumótandi gagnafræðinga, leitar- og félagsfræðinga og sérfræðinga í vörum og fjölmiðlun sem miða að því að tryggja stöðuga afhendingu á öllum mörkuðum þar sem viðskiptavinir okkar stunda viðskipti.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þessa persónuverndaryfirlýsingu, skaltu skoða hlutann um „Hafa samband við okkur “ neðst í þessari persónuverndaryfirlýsingu. Vinsamlega athugaðu að þessi persónuverndaryfirlýsing hefur verið þýdd úr ensku yfir á mörg mismunandi tungumál. Ef útgáfur mismunandi tungumála þessarar persónuverndaryfirlýsingar stangast á eða eru í ósamræmi, gildir enska útgáfan.

Hvaða þjónustu bjóðum við?

[m]PLATFORM á og rekur tækniverkvanginn („Platform“) sem býður viðskiptavinum sínum ýmsa auglýsingatengda þjónustu (saman nefnt „Þjónusta“), sem samanstendur af öðrum GroupM skrifstofum og fyrirtækjum sem og öðrum  fyrirtækjum innan WPP plc fyrirtækjahópsins. [m]PLATFORM veitir ekki þjónustu beint til neytenda, viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki sem vinna með GroupM skrifstofum til að skipuleggja og kaupa fjölmiðlaherferðir (auglýsingastarfsemi).

GroupM skrifstofur nota verkvang okkar og þjónustur fyrir eigin viðskiptavini til að hjálpa þeim að skilja þær auglýsingarnar viðskiptavinir senda á netið (t.d. á hvaða vefsetur þær voru sendar, hver sá þær og hvort einhver hafi brugðist við þeim) og til að bæta skilvirkni auglýsingastarfseminnar og hjálpa þeim að senda auglýsingar til neytenda sem eru líklegri til að hafa áhuga á vörum þeirra og þjónustu.

Þegar við hjálpum viðskiptavinum að velja áheyrnahóp til að birta auglýsingar sínar, notum við ákveðnar lýðfræðilegar upplýsingar (svo sem aldur, kyn, menntun, tekjur og heimilisstaða (t.d. fjöldi barna)), staðsetningu, áhugamál, starfsemi og svipaðar upplýsingar („Notandaupplýsingar“). Við skýrum hér fyrir neðan hvaðan þessar upplýsingar koma. Við köllum þessa tegund af auglýsingum „Áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi“.

Hvaða upplýsingum er safnað og eru notaðar af [m]PLATFORM?

Verkvangurinn er hannaður til að safna og/eða nota upplýsingar um gerð vefsíðna sem einstaklingar heimsækja og um þá gagnvirkni sem á sér stað á vefsetrum og við auglýsingar viðskiptavina okkar. Við söfnum einnig upplýsingum sem auðkennir vafra og tæki einstaklinga sem hafa skoðað auglýsingar viðskiptavina okkar. Þessar upplýsingar innihalda eftirfarandi gagnaflokka:

Tæknileg kennimerki

Þau er hægt að nota til að auðkenna vafra einstaklings, auglýsingaumhverfi í farsíma og/eða tæki, og innihalda yfirleitt:

  • Auðkenni smygilda
  • Auðkenni farsímaauglýsinga (t.d. auðkenni fyrir auglýsingastarfsemi (IDFA) og auðkenni Google auglýsinga)
  • Auðkenning vefsels „[mP]Auðkenni“ [m]PLATFORM fyrir ofangreind auðkenni

Frekari tækniupplýsingar

  • Samskiptareglur um vistföng á netinu („IP-töla“) og gögn sem fengin eru frá IP-tölu, svo sem ótilgreindar upplýsingar um staðsetningu, sem gefa til kynna land, svæði, borg og/eða póstnúmer tækis
  • Tegund vafra, tungumál vafra og stýrikerfi
  • Tegund tengingar (þráðlaus eða Wi-Fi), net sem tækið er tengt við og farsímafyrirtæki (ef það er tiltækt)
  • Breiddargráða/lengdargráða (farsíma-) tækis.  Í tengslum við þessa persónuverndaryfirlýsingu merkir „farsími“ snjallsímar og spjaldtölvur.

Upplýsingar um virkni á netinu

[m]PLATFORM safnar upplýsingum sem lýst er hér að neðan um virkni þína á netinu til að ákvarða hvers konar starfsemi, þjónustu og vörur þú og aðrir notendur kunna að hafa áhuga á og hvernig þú og aðrir notendur bregðast við tilteknum auglýsingum. Þessar upplýsingar innihalda meðal annars:

  • Skrár um tegundir vefsetra og síðna sem skoðaðar hafa verið (þ.e. til þess að staðfesta áhugasvið)
  • Vefsetur/síða sem þú komst frá áður og heimsóttir eftir að hafa skoðað auglýsingu
  • Dagsetning og tími aðgerða á netinu
  • Tíðni heimsókna á síðu
  • Leitarorð sem notuð eru á síðu
  • Gagnvirkni við auglýsingu (t.d. hvort notandi smellir á auglýsingu)

Notendaupplýsingar frá þriðju aðilum

Við fáum einnig notendaupplýsingar, sem safnað er af þriðja aðila, bæði með og án nettengingar, þar á meðal lýðfræðilegar og upplýsingar um áhugasvið til að nota í þjónustu okkar. Þriðji aðilinn er meðal annars viðskiptavinir okkar og vandlega valdir þjónustuaðilar.  Þegar við fáum ónettengdar notandaupplýsingar, eru þær fengnar í gegnum þjónustuveitu ásamt auðkenni smygildis, auglýsingaauðkenni eða svipuðu notandaauðkenni þannig að við berum kennsl á viðskiptavin eða neytanda, en við fáium ekkineinnöfn, póstföng, símanúmer, netföng eða svipuð gögn sem gera kleift að bera kennsl á tiltekinn einstakling sem tengist þessu auðkenni.

 

 

Hvernig söfnum við upplýsingum?

Við söfnum upplýsingum og tökum við upplýsingum fyrir hönd viðskiptavina okkar um einstaklinga þegar vefir viðskiptavina okkar eru heimsótir, sem [m][PLATFORM] veitir þjónustu eða þriðju aðila með útgáfur (til dæmis fréttasíður). Til þess að geta gera þetta notum við smygildi, auglýsingaauðkenni, myndeindir og aðra tækni. Hér eru skýringar á nokkrum hugtökum:

Smygildi er lítil ritstafleg textaskrá sem vefsíða eða þriðji aðili auglýsingamiðlara eða annar þriðji aðili geymir í vafra. Þetta gerir vefsíðunni eða þriðja aðila kleift að þekkja vafrann og muna notandaupplýsingar og aðrar upplýsingar. Markmiðssmygildi okkar, sem nefnd eru „Mookie“ og vinna á mookie1.com léninu, eru viðvarandi smygildi sem innihalda einstök handahófskennd gildi sem gera þjónustu okkar kleift að greina vafra og tæki og tengjast notandaupplýsingum og öðrum upplýsingum. Mookie smygildi, ásamt þessum tengdu upplýsingum, eru notuð í þjónustu okkar, og sérstaklega í sambandi við starfsemi á sviði áhugasviðsmiðaðra auglýsinga. Nánari upplýsingar um Mookie smygildi okkar koma fram í töflunni strax á eftir þessum skýringum á hugtökum.
Auðkenni auglýsingastarfsemi er ritstaflegt auðkenni sem verkvangur eða stýrikerfi (eins og Apple iOS eða Google Android) gerir aðgengilegt og sem gerir forriti og þriðja aðila kleift að þekkja tiltekið tæki í umhverfi forrits. Það tengist notandaupplýsingum og öðrum upplýsingum og er notað ásamt þessum tengdu upplýsingum í þjónustu okkar, einkum í starfsemi á sviði áhugasviðsmiðaðra auglýsinga.
Myndeining er lína af kóða sem er notuð af vefsetri eða þriðja aðila til að úthluta nettengdum aðgerðum í tæki eða vafra, nánar tiltekið í viðeigandi smygildi eða auðkenni auglýsingu. Notkun myndeininga gerir okkur kleift að skrá til dæmis að tæki eða vafri hafi heimsótt ákveðið vefsetur eða síðu.

Eftirfarandi tafla skýrir Mookie smygildi okkar, þau eru öll „varanleg“ smygildi (sem þýðir að þau eru geymd þar til þau renna út eða þeim eytt/ þau fjarlægð af notanda) kortlagt á mookie1.com léninu:

Heiti smygildis Hegðunargeta smygildis Upplýsingar sem geymdar eru í smygildi Fyrning (dagar)
Miðun (gögn viðskiptavina) Miðun og hámörkun (notandagögn) Skráning og eignun
auðkenni Y Y Y Einstakt raðnúmer 395 dagar
mdata Y N N Einstakt raðnúmer, myndunartími, útgáfa smygildis 395 dagar
syncdata_<PARTNER> Y N N Einstakt raðnúmer, myndunartími, gestaauðkenni gagnasamstarfsaðila 10 dagar

Hvernig notum við þessar upplýsingar?

[m]PLATFORM vinnur úr upplýsingum sem fengnar eru og er safnað í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum þjónustuna sem lýst er hér að ofan, sem og til að uppfylla stjórnsýslu-, öryggis- og samræiskröfur. Nánar tiltekið felst starfsemi okkar í eftirfarandi:

Auglýsingaval, birting, skráning

Við greinum upplýsingar sem safnað er þegar auglýsing viðskiptavina er afhend í gegnum [m]PLATFORM og upplýsingar er fengnar frá samstarfsaðilum okkar. Við röðum þessum upplýsingum í söfn auðkenna (sem við köllum liði), byggt á ýmsum þáttum notandaupplýsinganna sem skýrðir voru hér að ofan.  Til dæmis, gætum við haft liði af auðkennum sem heimsækja íþróttavefsíður. GroupM skrifstofur nota svo þessa liði á okkar verkvangi til að beina áhugasviðsmiðuðum auglýsingum til viðskiptavina sína, með því að nota samstarfsaðila okkar og þjónustuaðila. Þeim auglýsingum er hægt að dreifa í gegnum tölvur, síma og aðra farsíma.

Einnig kann að vera að við samþættum (og notum í sama tilgangi) notandaupplýsingar sem fengnar eru frá öðrum vandlega völdum fyrirtækjum (þar með talið eigendum vefsvæða, gagnaveitendum og gagnasöfnurum).

Við viðhöldum einnig eigin innra auðkenni okkar, sem við köllum „[mP]AUÐKENNI“. Við notum upplýsingar tengdar [mP]Auðkenni í tengslum við vafra, umhverfi og/eða tæki sem við teljum tilheyra sama notanda. Þetta hjálpar okkur að bjóða tilteknum notanda upp á gagnlegri og hnitmiðaðri auglýsingar, óháð vafra, tæki eða umhverfi.

Sérstillingar

Til þess að veita viðskiptavinum okkar sérsniðna þjónustu, gerum við eftirfarandi:

  • söfnum upplýsingum um vefsetur hvers viðskiptavinar (meðal annars vefsíður, smáforrit og aðrar stafræna eiginleika) – eins og lýst er hér að ofan í „Hvernig við söfnum upplýsingum“;
  • fáum aðgang eða geymum þessar upplýsingar á tækjum (með því að nota auðkenni smygilda og auðkenni auglýsinga, eftir því sem við á); og
  • greinum upplýsingar sem safnað er, stundum með öðrum upplýsingum sem berast frá viðskiptavininum og röðum þeim í liði auðkenna, byggt á mismunandi notendaupplýsingum sem við höfum

Viðskiptavinir okkar geta síðan notað þessa liði til að beina, fyrir eigin hönd eða fyrir hönd viðskiptavina sinna, áhugasviðsmiðuðum auglýsingum til notenda á tölvum þeirra, símum og öðrum þráðlausum tækjum (þetta er gert með margvíslegum hætti).

Þar sem við bjóðum upp á þessa sérsniðnu þjónustu, eru liðirnir sem við búum til fyrir einn viðskiptavin sérstaklega aðgreindir frá liðum og gögnum annarra viðskiptavina. Gögn sem safnað er með þessum hætti og liðir sem verða til má aðeins nota fyrir hönd þess tiltekins viðskiptavinar.

Mælingar

Við vinnum úr notandaupplýsingum til að skila auglýsingum og mæla dreifingu þessara auglýsinga, til að fræðast um hvaða þættir gera auglýsingar árangursríkar eða misheppnaðar fyrir auglýsendur og búa til skýrslur til að skilja og bæta þjónustuna og skilvirkni auglýsinga.

Geymsla og aðgangur að upplýsingum

Til að veita þjónustu okkar geymum við Mookie smygildi okkar í vafra/vöfrum einstaklinga sem við höfum afhent auglýsingar og hafa þar með viðurkennt Mookie smygildin þegar vafrinn þinn er notaður til að fara inn á vefsíður viðskiptavina okkar og útgefenda sem við vinnum með.  Vefsetur þar sem við erum að sleppa og/eða lesa, eða leitast eftir að sleppa og/eða lesa, Mookie smygildin ættu að upplýsa þig um notkun smygilda frá þriðja aðila, einkum Mookie smygildin á þessum vefsetrum, þar sem þess er krafist er samkvæmt lögum. Í gagnasendingum sem við fáum frá samstarfsaðilum okkar í tengslum við afhendingu stafrænna auglýsinga í farsímaforrit, fáum við einnig auðkenni auglýsinga sem tengjast farsímaverkvöngum/stýrikerfum notenda og viðurkenna þessi auglýsingaauðkenni.

Við notum upplýsingarnar sem safnað er og sem mótteknar eru fyrir áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi, eins og:

  • Samsvörunargögn við ótengdar heimildir– eins og fram kemur hér að ofan undir „Notendaupplýsingar frá þriðju aðilum“:

o   Við fáum ónettengdar notandaupplýsingar, þar með talið lýðfræðilegar og upplýsingar um áhugamál frá öðrum fyrirtækjum, þar með talið viðskiptavinum okkar, samstarfsaðilum og þjónustuaðilum sem safnað er utan verkvangsins er fengnar til að nota í þjónustu okkar.  Það er á ábyrgð fyrirtækjanna sem safna þessum gögnum að gera það á viðeigandi og löglegan hátt og að heimila að þessum upplýsingum sé deilt með okkur í tilgangi okkar.

o   Þegar við fáum ónettengdar notandaupplýsingar eru þessar upplýsingar fengnar í gegnum þjónustuveitanda í tengslum við auðkenni smygilda, auglýsingaauðkenni eða svipað notendanafn sem auðkennir viðskiptavin eða neytanda fyrir viðskiptavin eða þjónustuveitu.

o   Við fáum enginnöfn, póstföng, símanúmer, netföng eða sambærileg gögn sem gera kleift að bera kennsl á tiltekinn einstakling sem er tengdur við það auðkenni sem við fáum.

  • Tengibúnaður – við notum okkar eigin [mP]auðkenni til að tengja upplýsingar um vafra, umhverfi og/eða tæki sem við teljum tilheyra sama notanda til að hjálpa til við að veita fleiri gagnlegar og viðeigandi auglýsingar án tillits til vafra, umhverfis, eða tækis.
  • Nákvæmar upplýsingar um landfræðilegar staðsetningar – þegar við höfum nauðsynleg réttindi, getur verið að við fáum og/eða notum nákvæm landfræðileg gögn um staðsetningu notandans í tengslum við þjónustuna okkar.  Þar sem þessari tegund gagna er safnað eru þau fengin í gagnasendingunni frá samstarfsaðilum okkar í tengslum við afhendingu stafrænna auglýsinga.

Með hverjum er gögnum deilt?

[m]PLATFORM deilir gögnum með GroupM skrifstofum og viðskiptavinum sínum í þeim tilgangi að veita áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi, greiningar og aðra þjónustu sem lýst er hér að ofan. Við deilum einnig gögnum með þjónustuveitendum þriðju aðila sem sjá um þjónustu og aðgerðir fyrir hönd okkar og/eða fyrir hönd viðskiptavina okkar, með því að veitta þjónustu bera fyrirtæki svo ábyrgð á raunverulegri veitingu áhugasviðsmiðaðra auglýsinga – þar með talið vetvanga þar sem er eftirspurn, auglýsingakerfi, auglýsingaskipti og auglýsingamiðlara.

Ef við teljum að okkur beri samkvæmt lögum eða lagalegu ferli að gefa upp upplýsingar til þriðja aðila (þar með talið löggæsluyfirvalds), þá munum við gera það. Að auki gætum við látið þriðja aðila í té upplýsingar (þar með talið endurskoðanda eða annar þjónustuveitandi) til þess að kanna, koma í veg fyrir eða gera ráðstafanir varðandi grun um eða raunverulega óheimila starfsemi og/eða til að endurskoða, meta eða takast á við heilindi eða öryggi verkvangs okkar og þjónustu.

Aðild

Við erum aðilar að Bandalagi stafrænnar auglýsingastarfsemi (DAA), Evrópsku bandalagi gagnvirkar auglýsingastarfsemi (EDAA) og Bandalagi stafrænnar auglýsingastarfsemi í Kanada (DAAC). Í tengslum við þessa félagsaðild fylgjum við regluramma sjálfseftirlits DAA, rammasamningi ESB IAB Europe um markaðssetningu samkvæmt hegðunarmynstri á netinu og sjálfseftirlitsreglum DAAC í Kanada um markaðssetningu samkvæmt hegðunarmynstri á netinu, þar sem við á, á þeim mörkuðum þar sem viðeigandi rammasamningur um sjálfseftirlit gildir og við styðjum dreifingu teikna fyrir auglýsingavalmöguleika (AdChoices og AppChoices þar sem það er tiltækt). Auglýsingar sem eru útvegaðar af samtökum sem taka þátt í þessum rammasamningum birta teiknið sem sýnt er hér að neðan þegar það er tæknilega mögulegt. Með því að smella á teiknið er hægt að fá upplýsingar um áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi.

Þegar rammasamningur IAB Europe gagnsæi og samþykki er fulllmótaður munum við taka þátt í honum sem „hnattrænn seljandi“.

Afþakka/Réttur til að afturkalla samþykki

Þú getur afþakkað [m]PLATFORM áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi með mismunandi hætti.

Þú getur valið að fá ekki sérsniðnar auglýsingar frá þriðja aðila í gegnum [m]PLATFORM með smygildum í vafranum sem þú notar með því að smella hér að neðan. Ef þú gerir þetta verður [m]PLATFORM miðuðum smygildum skipt út fyrir smygildi sem merkir „afþakka“. Engin gögn um áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi sem tengjast [m]PLATFORM miðuðu smygildum sem skipt var út, verða notuð fyrir áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi í því tæki eða vafra sem við höfum tengt við vafrann þar sem upplýsingum var safnað. Þar að auki, ef við höfum raunverulega vitneskju um að annað tæki eða vafri sé tengdur við vafra sem hefur afþakkað, verður afþökkun einnig tengd öðru tæki eða vafra og þar af leiðandi verða því ekki sendar áhugasviðsmiðaðar auglýsingar í gegnum [m]PLATFORM.

Til að hætta við gagnasöfnun með smygildum frá [m]PLATFORM skaltu smella áhér. 

Afþökkunarsmygildi okkar eru forrituð til að renna út tíu árum eftir að þau eru upphaflega gefin út. Ef þú kaupir nýtt tæki, uppfærir eða breytir vefvafranum eða eyðir þessu afþakkunarsmygildi, þá þarftu að fara aftur í gegnum afþökkunarferlið. Til þess að afþökkunarferlið virki þarf vafrinn að vera stilltur þannig að hann samþykki smygildi þriðja aðila.

Í vafraumhverfi geturðu einnig neitað eða fjarlægt smygildi frá bæði [m]PLATFORM og öðrum þjónustuaðilum með eftirfarandi aðgerðum:

  • Ef þú aðlagar stillingar vafrans þíns þannig að hann hafni eða fjarlægi smygildi leiðir það til þess að slökkt verður á áhugasviðsmiðuðum auglýsingum í gegnum smygildi frá [m]PLATFORM og frá öðrum veitendum. Hins vegar, með því að gera þetta, getur verið að þú getir ekki notað tiltekna eiginleika á ákveðnum vefsíðum eða nýtt þér ávinning þeirra tilboða og áhugasviðsmiðaðra auglýsinga sem síður bjóða upp á. Þú getur hafnað eða fjarlægt smygildi með því að fylgja leiðbeiningunum sem koma fram í stillingum vafrans þíns. Nánari upplýsingar um smygildi er að finna áwww.aboutcookies.org,www.youronlinechoices.com, ogwww.aboutads.info/consumers#cookies
  • Með því að aðlaga stillingar smygilda á vettvangi eiganda vefseturs þar sem þú gafst okkur samþykki til að nota smygildi okkar; gætu valkostastillingar fyrir smygildi verið breytilegar eftir vefsetri eiganda.
  • Til að afþakka áhugasviðsmiðaðar auglýsingar í gegnum miðuð smygildi okkar, sem og markmiðssmygildi annarra þjónustuveitenda á eftirfarandi vefsíðum:

o   www.aboutads.info/choices/

o   www.youradchoices.ca/choices/

o   www.youronlinechoices.com(með því að smella á tengilinn „Auglýsingakostir þínir“ eftir að þú hefur valið viðeigandi land)

Í umhverfi smáforrita fyrir farsíma getur þú valið að hætta bara við áhugasviðsmiðaðar auglýsingar frá [m]PLATFORM eða frá bæði [m]PLATFORMog öðrum þjónustuaðilum, með eftirfarandi aðgerðum:

  • Með því að fara í persónuverndarstillingar í tækinu þínu og velja „Takmarka auglýsingakannanir“ í stillingum tækisins mun það leiða til þess að áhugasviðsmiðuðum auglýsingum verður eytt með viðeigandi auglýsingaauðkenni frá [m]PLATFORM og frá öðrum aðilum.
  • Með því að afþakka áhugasviðsmiðaðar auglýsingar með viðeigandi auglýsingaauðkenni frá [m]PLATFORM og/eða öðrum veitendum með AppChoices forritinu. Vinsamlega athugaðu að til þess að AppChoices forritið virki á réttan hátt má ekki velja stillinguna „takmarka rakningu auglýsinga“ í tækinu. Gögnum um áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi sem hefur verið safnað áður eða eru fengin í tengslum við auglýsingaauðkenni sem skipt var út, verða ekki notuð í [m]PLATFORM fyrir áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi á neinu öðru tæki eða vafra sem við höfum tengt við umhverfi farsímaforritsins þar sem upplýsingunum var safnað. Þar að auki, ef við höfum raunverulega vitneskju um að annað tæki eða vafri sé tengur við afþakkað umhverfi farsímaforrits mun þetta annað tæki eða vafri einnig afþakka áhugasviðsmiðaða auglýsingastarfsemi frá [m]PLATFORM Viðbótarupplýsingar um AppChoices forritið er að finna áhttp://www.aboutads.info/consumers og http://www.youradchoices.ca/choices/.

Friðhelgi barna

Þjónustum [m]PLATFORM er ekki beint til barna (eins og skilgreint er í gildandi lögum) eða á vefsvæði sem beint er aðallega til barna. [m]PLATFORM safnar ekki vísvitandi upplýsingum frá börnum (ákvarðað í samræmi við aldursskilyrði í viðkomandi landi). Ef þú telur að barn hafi veitt okkur persónuupplýsingar og þú vilt að upplýsingarnar verði fjarlægðar, skaltu vinsamlegahafa samband við okkur.

Flutningur gagna við kaup

Ef annað fyrirtæki eignast allar eða verulegan hluta eigna okkar eða í meginatriðum allar eignir Platform fyrirtækisins í gegnum samsteypu, samruna, eignarkaup, endurskipulagningu fyrirtækisins eða önnur viðskipti, áskiljum við okkur rétt til að flytja allar upplýsingar eða allar Platform upplýsingar, eftir því sem við á, sem er í eigu okkar eða undir okkar stjórn til yfirtökuaðilans.

Upplýsingaöryggi og alþjóðlegar gagnasendingar

Við fylgjum almennt viðurkenndum stöðlum um auglýsingastarfsemi á netinu til að varnar gegn óheimilum aðgangi, ólögmætri vinnslu, óleyfilegri varðveislu og óheimilli upplýsingagjöf gagna. Þessir staðlar fela í sér að takast á hendur nauðsynlegar áþreifanlegar, rafrænar og stjórnunarlegar aðgerðir sem krafist er til að vernda heilindi, aðgang og notkun gagna. Vinsamlega hafðu þó í huga að þrátt fyrir þessa viðleitni til að vernda gögn á netþjónum okkar eru engar aðferðir sem tryggja öryggi gagnasendinga á netinu.

[m]PLATFORM þjónusta og verkvangur eru notuð á heimsvísu og því getum við flutt gögn til landa um allan heim, þar á meðal lönd sem eru fyrir utan þitt landsvæði. Við munum, ef nauðsyn krefur, gera viðeigandi öryggisráðstafanir til að tryggja að slík gögn séu vernduð. Þegar við flytjum persónugögn frá EES eða Sviss til samstarfsaðila utan EES eða Sviss, gerum við samning samkvæmt stöðluðum („líkan“) ákvæðum við viðtakandann til að tryggja viðeigandi gagnavernd.  Þegar við flytjum persónuupplýsingar frá EES eða Sviss til óviðkomandi aðila (svo sem þjónustuveitu sem veitir þjónustu fyrir okkar hönd) utan EES eða Sviss, gerum við samning samkvæmt annaðhvort venjulegum ákvæðum („líkan“) eða efnislega jafngildum skilmálum, eða tryggjum að flutningurinn sé í samræmi við annað gildandi kerfi, eins og að þjónustuveita sé staðfest samkvæmt rammasamningi }EU-U.S. um Persónuvernd.

Varðveisla gagna

Við geymum upplýsingar sem við söfnum í gegnum þjónustu okkar á ósamsöfnuðu formi eigi lengur en í 13 mánuði. Þessar upplýsingar innihalda heimsótt vefsetur, skoðað efni, gagnvirkni auglýsinga, IP-tölur, tegund vafra og tungumálastillingar.  Við höldum þessum upplýsingum í 13 mánuði til að gera viðskiptavinum okkar kleift að vinna árlegar greiningar. Til dæmis getur smásali óskað eftir því að bera saman árangur jólaauglýsinga á netinu á yfirstandandi ári samanborið við árangur á fyrra ári. 13 mánaða varðveislutímabil gerir þessum viðskiptavini kleift að gera slíkan samanburð.

Við geymum upplýsingar sem við söfnum í gegnum þjónustu okkar í samsöfnuðu formi lengur en í 13 mánuði.

EES og Sviss

Lagalegur grundvöllur fyrir upplýsingavinnslu

Við söfnum, notum, deilum og/eða flytjum persónuupplýsingar einstaklinga innan EES aðeins þegar við höfum löglegan grunn til þess, sem venjulega felur í sér samþykki notanda eða lögmæta hagsmuni okkar.

Þar sem þess er krafist sleppum við aðeins Mookie smygildum í vöfrum einstaklinga sem hafa veitt samþykki fyrir slíkum smygildum og við sendum aðeins áhugasviðsmiðaðar auglýsingar til einstaklinga sem hafa veitt samþykki fyrir því.

Þar sem byggt er á samþykki þínut, sem getur annaðhvort verið beint eða í gegnum þriðja aðila (eins og „stjórnunaraðila samþykkis“) til þess að nota upplýsingar þínar á tiltekinn hátt, munum við vinna úr persónuupplýsingum þínum innan þess samþykkis.

Undir rammasamningi IAB Europe um gagnsæi og samþykki sem nefndur er hér að ofan undir „Aðild“, er það stefna okkar sem gagnaverndarstjóri að byggja á samþykki sem lögmætan grundvöll fyrir öllum „fyrirætlunum“ öðrum en „mælingum“ (en sú fyrirætlun felur í sér mælingu, greiningu, og skráningu með tiliti til viðkomandi persónuupplýsinga).  Í tengslum við slíka fyrirætlun, þegar við vinnum úr gögnum til að mæla dreifingu auglýsinga eða greina skilvirkni þeirra höfum við lögmæta hagsmuni af því að skilja að birgjar okkar hafi afhent þær auglýsingar sem þeir hafa samið um að afhenda. Þar að auki teljum við að auglýsendur hafi lögmætan áhuga á að skilja hvort auglýsingar þeirra komist til skila og hvort þær séu áhrifaríkar. Við teljum að þessi starfsemi sé grundvallaratriði í auglýsingum á netinu en leiði ekki til neinna ákvarðana sem hafa áhrif á einstaklinga.

Ef þú ert í Evrópusambandinu hefur þú rétt á að andmæla hverju sem er í sambandi við þessa vinnslu. Ef þú vilt andmæla skaltu smella á hér.

Réttindi fólks innan EES og í Sviss

Einstaklingar innan EES og í Sviss hafa ýmis réttindi varðandi persónuupplýsingar þeirra, þar á meðal rétt til að fá aðgang að þessum upplýsingum. Í mörgum tilfellum þar sem við vinnum úr persónuupplýsingum þínum fyrir þessa notendur, getur þú einnig átt rétt á að einskorða eða takmarka hvernig við notum þessar persónuupplýsingar.

Við ákveðnar aðstæður – til dæmis, þar sem við vinnum úr persónuupplýsingum þínum til að stjórna markaðssetningu eða samkvæmt lögmætum hagsmunum okkar – hefur þú einnig rétt til að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínumog þú getur einnig óskað eftir því að við eyðum persónuupplýsingum þínum Þú hefur einnig rétt til að fá afrit af persónuupplýsingum þínum á aðgengilegu sniði, og við tilteknar aðstæður getur þú einnig beðið okkur um að flytja persónulegar upplýsingar um þig til þriðja aðila.  Við varðveitum og geymum ekki raunverulegan feril í vafranum þinn í tengslum við auðkenni Mookie smygildis, auðkenni farsímaauglýsinga eða [mPP]Auðkenni. Þess í stað notum við aðferðafræði með „samsafnaðri stigagjöf“ sem flokkar vefsetrin sem þú skoðar og notar síðan samsetningar þessarar flokkunar til að búa til liði og skila áhugasviðsmiðaðri auglýsingu.  Þar af leiðandi getum við tæknilega ekki boðið þér upp á möguleika á að breyta einstökum þáttum gagna sem valda úthlutun liða, einfaldlega vegna þess að við geymum þá ekki.  Ef þú telur að við höldum eftir eða höfum notað ónákvæmar persónuupplýsingar um þig, skaltu vinsamlega athuga að þú hefur rétt til að afturkalla samþykki þitt til vinnslu persónuupplýsinga þinna hvenær sem er.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um einhver þessara réttinda, skaltu hafa samband við okkur á [email protected] Þú ættir einnig að hafa samband við okkur á þetta netfang ef persónuupplýsingar þínar eða óskir breytast, ef þú vilt ekki að við sendum þér upplýsingarnar sem þú baðst um eða ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir um hvernig við notum persónuupplýsingar þínar.

Án þess að takmarka önnur réttindi sem þú gætir haft hefur þú einnig rétt á að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvöldum í því aðildaríki þar sem þú ert eða þar sem við erum.  Smelltu á hér til að finna staðbundið eftirlitsyfirvald.

Upplýsingar frá markaðsrannsóknarfyrirtækjum í Hollandi

Ef þú hefur veitt markaðsrannsóknarfyrirtækjum í Hollandi samþykki til að gefa upp gögnin þín til [m]PLATFORM, þá kann að vera að við fáum, miðað við umfang slíks samþykkis: fengið notandaupplýsingar og aðrar upplýsingar, þar með talið auðkenni spjalds frá slíkum fyrirtækjum; og við megum aðeins nota þessar upplýsingar í rannsóknir og greiningar, hagræðingu herferðir, til að sérsníða auglýsingar og til að tilkynna um árangur auglýsingaherferða á netinu.

Kalifornía

Í samræmi við grein 1798.83 í landslögum Kaliforníu geta íbúar í Kaliforníu fengið tilteknar upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtæki sem þeir eiga í viðskiptum við hafa deilt með þriðju aðilum í tilgangi beinnar markaðssetningar á undanförnu almanaksári. Til að biðja um lista yfir fyrirtæki, ef einhver, sem [m]PLATFORM hefur afhent persónulegar upplýsingar í tilgangi eigin markaðssetningar, skaltu senda okkur tölvupóst á [email protected] eða skrifa okkur á Choreograph, 175 Greenwich Street, 3 WTC, New York, NY 10007, Bandaríkin, Attn: Persónuvernd. Vinsamlega gerðu ráð fyrir að svar berist eftir 30 daga.

Lög Kaliforníuríkis krefjast þess að við upplýsum hvernig við bregðumst við merkjum vafra um „Ekki fylgjast með“ eða öðrum valkvæðum kerfum sem tengjast áhugasviðsmiðaðri auglýsingastarfsemi. Við höfum ekki enn þróað svar við merkjum vafra um „Ekki fylgjast með“ og breytum ekki aðferðum okkar við gagnasöfnun þegar við fáum slík merki. Við munum halda áfram að meta hugsanleg svör við merkjum um „Ekki fylgjast með“ í ljósi þróunar í greininni eða breytinga á lögum.

Við erum skuldbundin til að virða óskir um persónuvernd. Nánari upplýsingar um hvernig afþakka skuli áhugasviðsmiðaðar auglýsingar, er að finna í undirkaflanum „Afþakka/Réttur til að afturkalla samþykki“ hér fyrir ofan.

Breytingar á þessari persónuverndaryfirlýsingu

Vinsamlega athugaðu að vegna breytinga á lögum og reglum um persónuvernd, stafræna tækni og fyrirtæki okkar, getur verið að þessi persónuverndarlýsing verði af og til fyrir breytingum. Vinsamlega skoðaðu þessa persónuverndarlýsingu reglulega til þess að fá vitneskju um breytingar sem kunna að hafa verið gerðar (við munum uppfæra gildistökudaginn efst á síðunni til að hjálpa þér að vita hvenær breytingar eru gerðar).

Um okkur

Fyrir utan að starfa samkvæmt leiðsögn viðskiptavinar eða annars þriðja aðila, er [m]PLATFORM gagnatækjastjóri sem er ábyrgur fyrir persónuupplýsingum þínum (eins hugtakið eða sambærilegt hugtak er skilgreint samkvæmt gildandi lögum) þegar þú hefur samskipti við þjónustu okkar.

Hafðu samband við okkur

Evrópa (Choreograph Limited)

  • [email protected]
  • Choreograph Limited, c/o GroupM, Sea Containers, 18 Upper Ground, London, United Kingdom, SE1 9GL Attn: Privacy

Á heimsvísu (Choreograph LLC)

  • [email protected]
  • Choreograph, 175 Greenwich Street, 3 WTC, New York, NY 10007, USA, Attn: Privacy